Utanlandsferð - skráning til hádegis á mánudag

Sælir ágætu foreldrar/forráðamenn!

Á foreldrafundi í gærkvöldi var tekin ákvörðun um utanlandsferð 3. og 4. flokks næsta sumar. Ákvörðunin var tekin í framhaldi að skoðanakönnun sem gaf sterka vísbendingu um að forráðamenn vildu helst  stefna á mót á Norðurlöndunum. Ákveðið var á fundinum að flokkarnir tæku þátt í Vilbjerg Cup 2014 sem er á Jótlandi í Danmörku og verður ferðin farin frá 28.7.-4.8. Sjá nánar hér: http://www.vildbjerg-cup.com/vildbjerg_cup_en.html.

Mótið sjálft er hins vegar fjórir dagar og því gefast tveir dagar fyrir mótið til æfinga, undirbúnings og hópeflis.

Akveðið var að ferðin yrði farin með Úrvali Útsýn sem umfram aðra bjóða upp á góða Hostel gistingu fyrir stelpurnar á besta stað á mótssvæðinu í Sport og Kulturcenter. Sjá nánar hér:  http://www.agoda.com/vildbjerg-sports-hotel-and-kulturcenter/hotel/vildbjerg-dk.html

Vildbjerg Cup: Allt á einum stað, við Vildbjerg Sportcentre sem er einhver flottasta íþróttamiðstöð á Norðurlöndum. Frábærir vellir og mjög góður matur. Vildbjerg er lítill bær, í um 60 mín. akstursfjarlægð frá Billund. Næsti sæmilega stóri bær er Herning í um 20 km fjarlægð. Mikið er um að vera á meðan á móti stendur, enda um 700 lið og ýmis konar afþreying á staðnum. Mótið er 4 dagar, frá fimmtudegi til sunnudags.

Kostnaður: Uppgefinn kostnaður frá ÚÚ er kr. 137.700. sem inniheldur ferðir, gistingu og fæði - (sjá nánar viðhengi og pdf kynningu bls. 12).

Ætla foreldrar að fjölmenna? Á fundinum kom fram vilji foreldra um það að mæta á mótið og styðja stelpurnar en engar ákvarðanir voru teknar um það en hér má sjá slóð sem vert er að skoða varðandi gistingu: http://www.vildbjerg-cup.com/hotels_hostels.html

Nú þarf að ganga frá bókun og skráningu:

Á foreldrafundinum staðfestu eftirfarandi foreldrar þátttöku síns barns í ferðinni, skráningarfrestur er til hádegis á mánudag því bókun þarf að staðfesta við ferðaskrifstofu á mánudag. Sé nafn þíns barns ekki listanum hér fyrir neðan þá vinsamlegast staðfestu þátttöku með því að senda inn staðfestingu foreldris/forráðmanns og nafn barns til Helgu þjálfara með því að svara þessum pósti.

Bestu kveðjur,

foreldraráð og þjálfarar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband