Fótboltamaraþon

fótboltamaraþon laugardag fram á sunnudag

Fótboltamaraþon verður á Ásvöllum fyrir 3. og 4. flokk frá kl. 20:00 - 08:00 (sunnudagsmorgun)
 
koma þarf með:
dýnu
svefnpoka/sæng
tannbusta og tannkrem
kósíföt
fótboltaföt
strigaskó/innhússkó
inniskó
vatnsbrúsa
eitthvað smá nesti til að hafa fyrir nóttina og um morguninn
 
1.000 krónur fyrir pizzu og gosi
 
Dúfa og Kristján þjálfarar verða með stelpunum um nótttina ásamt Elfu og Lindu (farastjórum til Spánar)
 
Stelpurnar verða að láta vita á blogginu hvort þær mæti eða ekki
 
kveðja
 
þjálfarar og foreldraráð
 
p.s. hægt er að nota fótboltamarþonið sem fjáröflun, fá fjöldskyldumeðlimi og aðra til að heita á stelpurnar. t.d. borga þeim 200 krónur fyrir hvern klukkutíma sem fótbolti er spilaður.

Bikarleikur á laugardag og fótboltamaraþon um kvöldið.

það verður fótboltamaraþon i íþróttahúsinu á Ásvöllum á laugardagskvöld og fram á sunnudagsmorgun. Verður betur auglýst á morgun. Þetta er opið öllum í 4. og 3. flokk kvenna ekki bara þeim sem eru að fara út.

Það eru ekki komnar neinar upplýsingar um mótið á morgun ennþá, set það inn um leið og það kemur. 

kv Dúfa og Stjáni.


Leikur á morgun Þriðjudag

Það er leikur hjá okkur við Grindavík á morgun á Ásvöllum kl 1930 mæting 1830. Staðfesta mætingu hérna inn .

 

kv Dúfa


Æfingar þessa vikuna

æfingar þessa vikuna eru á venjulegum tíma það er að segja Þriðjudagar kl 17-1830 , miðvikudagar kl 17-1830 , lyftingar á fimmtudaginn kl 1830 og svo æfing á sunnudag kl 18-19

 

kv Dúfa


leikjaplan

leikjaplaðnið komið. :)
Fyrsti leikur kl 1050 við HK
leikur 2 við Breiðablik 1150
leikur 3 við Þrótt kl 1430

Mæting kl 10:00 í Fagralund koma með 1500 kr með sér.

 

kv Dúfa


Mót á Laugardag

Leikjaplanið á laugardaginn er pínu breytt þar sem 3 lið drógu sig út úr mótinu og spilum við 3 leiki. Hver leikur er 2x25 mín. Allir leikirnir eru spilaðir í Fagralundi heimavelli HK. Þið þurfið að koma með 1500 kr með ykkur.
Fyrsti leikurinn okkar byrjar kl 1050 við HK það er það eina sem ég veit í bili , því leikjaprógramið sem þeir sendu mér í dag er steipa. Vonandi kemur nýtt á morgun. En þær sem eru búnar að segjast ætla að koma eru : Guðrún Ingigerður, Natalía, Kristrún, Andrea, Anna (markmaður) , Lísbet, Helena, Berglind, Elsa, Áróra, Brynhildur og Aldís. Hvað með Heiðu, Hildi, Þóru, Evu, Hrund. Endilega biðið þær um að kvitta eða kvittið fyrir þær ef þið vitið eitthvað um þær :)

 

kv Dúfa


Afmælishlaup Hauka.

Afmælishlaup Hauka.

Laugardaginn 14. apríl

Kl: 11:00.

Við hvetjum alla Haukafélaga til að taka þátt í hlaupinu.

Afmælishlaupið er 8,1 km. (Haukar 81 árs 12. apríl 2012). 

 

Einnig verður boðið upp á 3. km. hlaup.

 

Útdráttarverðlaun.

Boðið verður upp á ávexti eftir hlaup.


Söludagar Hummel

Söludagar Hummel verða haldnir 16.-18. apríl næstkomandi.
Opið verður frá kl. 17:00-19:00 alla dagana.

Hægt verður að kaupa fótboltabúning, peysur, sokka, buxur, töskur, fótbolta, æfingasett og vindjakka.

Sent verður á foreldra í næstu viku það sem er í boði og verð.

Allur ágóðinn af sölunni mun renna til Hauka.


Frí á sunnudag en leikur á mánudag

Það er frí á æfingu á sunnudaginn :( en það er leikur á mánudaginn við IBV, mæting í hann er kl 1230 í vallarhúsið. Leikurinn byrjar kl 1330.

 kv Dúfa


Fundur ef foreldara ykkar hafa áhuga.

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars

 

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu. Þetta málefni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og meðal annars var Sigurður Ragnar í viðtali á Bylgjunni nýverið vegna þessa. Viðtalið má nálgast hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10282

 


 Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

 

Þessi áttundi fræðslufundur verður haldinn föstudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. 

 

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband