Fótboltamaraþon
18.5.2012 | 10:58
fótboltamaraþon laugardag fram á sunnudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bikarleikur á laugardag og fótboltamaraþon um kvöldið.
16.5.2012 | 21:18
það verður fótboltamaraþon i íþróttahúsinu á Ásvöllum á laugardagskvöld og fram á sunnudagsmorgun. Verður betur auglýst á morgun. Þetta er opið öllum í 4. og 3. flokk kvenna ekki bara þeim sem eru að fara út.
Það eru ekki komnar neinar upplýsingar um mótið á morgun ennþá, set það inn um leið og það kemur.
kv Dúfa og Stjáni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikur á morgun Þriðjudag
14.5.2012 | 14:44
Það er leikur hjá okkur við Grindavík á morgun á Ásvöllum kl 1930 mæting 1830. Staðfesta mætingu hérna inn .
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar þessa vikuna
7.5.2012 | 11:10
æfingar þessa vikuna eru á venjulegum tíma það er að segja Þriðjudagar kl 17-1830 , miðvikudagar kl 17-1830 , lyftingar á fimmtudaginn kl 1830 og svo æfing á sunnudag kl 18-19
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmælishlaup Hauka.
11.4.2012 | 21:07
Afmælishlaup Hauka.
Laugardaginn 14. apríl
Kl: 11:00.
Við hvetjum alla Haukafélaga til að taka þátt í hlaupinu.
Afmælishlaupið er 8,1 km. (Haukar 81 árs 12. apríl 2012).
Einnig verður boðið upp á 3. km. hlaup.
Útdráttarverðlaun.
Boðið verður upp á ávexti eftir hlaup.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Söludagar Hummel
4.4.2012 | 16:28
Söludagar Hummel verða haldnir 16.-18. apríl næstkomandi.
Opið verður frá kl. 17:00-19:00 alla dagana.
Hægt verður að kaupa fótboltabúning, peysur, sokka, buxur, töskur, fótbolta, æfingasett og vindjakka.
Sent verður á foreldra í næstu viku það sem er í boði og verð.
Allur ágóðinn af sölunni mun renna til Hauka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frí á sunnudag en leikur á mánudag
31.3.2012 | 21:20
Það er frí á æfingu á sunnudaginn :( en það er leikur á mánudaginn við IBV, mæting í hann er kl 1230 í vallarhúsið. Leikurinn byrjar kl 1330.
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundur ef foreldara ykkar hafa áhuga.
28.3.2012 | 14:09
Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu. Þetta málefni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og meðal annars var Sigurður Ragnar í viðtali á Bylgjunni nýverið vegna þessa. Viðtalið má nálgast hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10282
Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.
Þessi áttundi fræðslufundur verður haldinn föstudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)