Dagur 3-4
13.6.2012 | 20:01
kv
Dúfa og Stjáni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur 2
11.6.2012 | 17:34
Seinni æfingin í dag var í ca 60 mínútur og gekk alveg frábærlega og skemmtu þær sér vel í leikjum og tækni, og rúsínan í pylsuendanum var þegar þær fengu að fara í sláarkeppni við þjálfarana upp á ís, þar hafði 4 flokkurinn sigur og eru þjálfararnir nokkrum evrum fátækari eftir þessa æfingu, en þær fóru glaðar heim upp á hótel til að synda í lauginni.
Öðrum þjálfaranum var svo hent útí laug í öllum fötunum af stelpunum, en það verður ekki sagt hér hver það var ï, það er róleg stund hérna núna þar sem sumar eru að ganga um svæðið meðan sumar eru að horfa á leik Englands og Frakka.
Kvöldmatur er í nánd og skemmtilegt kvöld í vændum með þessum snillingum. Erum búin að setja nokkar myndir inn á facebook síðuna og erum að reyna að færa þær inn á bloggið en gengur hálf erfiðlega.
Kv
Stjáni með pirruðu röddina og Dúfa sem fer âóvartâ í skónum í sund. ï
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur 1
10.6.2012 | 19:34
Eftir þennan skemmtilega morgun var haldið í góða göngu um svæðið og endað á baði í sjónum þar sem berbrjósta erlendar konur vöktu skelfingu flestra nema einnar sem tók upp á því að baða sig í nærfötum einum við lítinn fögnuð þjálfara og farastjóra.
Stelpurnar eru ekki mikið hrifnar af matnum og hafa franskarnar vakið lukku og mikla kátínu. Nammið sem komið var með að heiman hefur bjargað mörgum svöngum gikkjum. Leikurinn hjá 3 flokki fór vel fram og stóðu þær sig með miklum sóma á meðan 4 flokkur tók æfingu. Í þessum 37 stiga hita er mjög erfitt að æfa, en stóðu þær sig með sóma. Aldrei getur veðurguðinn gert þessum elskum til geðs því sífellt er kvartað undan hita eða kulda.
Dagurinn endaði vel þar sem þær eru gjörsamlega búnar á því andlega og líkamlega og stefnan hjá þeim er snemma í háttinn þar sem erfiður dagur er framundan. Viljum við hrósa stelpunum ykkar fyrir að halda hópinn og þær eru sko að njóta þess að vera til hérna á Albír Spáni.
Kv
Dúfa og Stjáni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingatímarnir i sumar
9.6.2012 | 09:26
Æfingatímarnir okkar í sumar eru 1615 - 1745 Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Við byrjum allar æfingar á skokki í 15 min.
Þær sem eru ekki að fara til Spánar eiga að mæta á æfingu með meistaraflokk á meðan. Æfingarnar þeirra eru : mánudagur kl 18, miðvikudagur kl 18, föstudagur kl 18.
Þeir byrja um leið og við komum heim frá Spáni mánudaginn 18.júni
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikur á fimmtudag
4.6.2012 | 22:01
Það er leikur á fimmtudaginn kl 20:00 á Fjölnisvellinum.Mæting kl 19:00 á Fjölnisvöllinn
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sunnudagur
2.6.2012 | 19:14
Það er frí á æfingu á morgun sunnudag, vegna óviðráðanlegra orsaka :(
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afrekslína Hauka
29.5.2012 | 19:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þriðjudagur, miðvikudag og leikur fimmtudag
29.5.2012 | 10:24
Æfingar þriðjudag og miðvikudag eru eins og alltaf kl 17:00 og svo er leikur á fimmtudag kl 18:00 á Ásvöllum mæting í vallarhús kl 17:00
kv Dúfa og Stjáni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvítasunnudagur
27.5.2012 | 08:35
Það er frí í dag hvítasunnudag.
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)