Dagur 3-4

Gærdagurinn var vel heppnaður, þar sem æft var tvisvar og seinni æfingin á standblakvellinum hérna á hótelinu og heppnaðist vel eins og sést á myndum. Farið var svo með allan hópinn á ströndina þar sem stelpurnar skemmstu sér vel á vindsængum og sumar leigu sér hjólabát fyrir vasapeninginn. Farið var aftur upp á hótel í kvöldmat þar sem við sáttum á langborði og allar fegnum að vera í skvísufötum. Farið var svo aftur niður í bæ til að kíkja á kvöldstemminguna sem var nú ekki mikil þetta kvöld. Allur hópurinn fékk svo ís fyrir góða hegðun og voru þær himinlifandi þegar við komum til baka. Þegar komið var á hótelið var snákasýning og sumar fengu að halda á snák. Þær fengu að vaka lengur í gærkveldi og frí í morgun á æfingu. í dag var farið til benidorm í mall-ið og versluðu þær mismikð. Þær hlupu hraðar um mall-ið en þær hafa gert á æfingum :). Þessi Benidorm ferð endaði svo á McDonalds þar sem sumar settu niðu ekki fleiri né færri en 6 ostborgarar og undirritaður átti ekki orð og gat ekki annað en hleygið, komið var heim upp á hótel um 19 og kvöldmatur var núna um 21:00. Frjálst er hjá þeim til 23:00. Morgunæfingin á morgun mun verða með skrautlegra móti þar sem við þjálfararnir settum æfinguna í hendur farastjóra og gáfum þeim lista að leikmönnum sem þær munu svo stjóra í litlu móti sem við settum upp. Myndir af því koma inn á morgun
kv
Dúfa og Stjáni

Dagur 2

Loksins fundu nokkrar mat við hæfi í morgunmatnum og átu á sig gat. Það mikið að sumar gerðu sér ekki grein fyrir því að það var æfing eftir 50 mín  og æfingin var erfið fyrir þær. Stóðu þær sig með sóma í 35° hita í 90 mínútur. Það voru reyndar ekki allar hress á æfingunni þar sem mikill vökvaskortur var á sumum sem ákváðu að að hætta að drekka vatn þar sem það er svo vont. Sundlaugin var vel notuð eftir æfingu. Ein reglan hérna úti er að herbergin þurfa að vera hrein fyrir kl 13:00 og voru AÐEINS 2 herbergi sem fengu falleinkunn og þurfti þær að gjöra svo vel að fara að taka til. Stelpurnar hafa verið duglegar í lauginni og flestar eru mjög duglegar að bera á sig, en sumar mega gera betur í þeim málum og erum við ásamt fararstjórum að taka á þeim málum þar sem fallega rauð epli eru komin á stjá. Þegar leggja þarf áherslu á eitthvað hækkar Kristján aðeins róminn og hafa þær gert sér grein fyrir því að það gengur ekki að hafa slökkt á perunni þegar það þarf að vera kveikt. 
Seinni æfingin í dag var í ca 60 mínútur og gekk alveg frábærlega og skemmtu þær sér vel í leikjum og tækni, og rúsínan í pylsuendanum var þegar þær fengu að fara í sláarkeppni við þjálfarana upp á ís, þar hafði 4 flokkurinn sigur og eru þjálfararnir nokkrum evrum fátækari eftir þessa æfingu, en þær fóru glaðar heim upp á hótel til að synda í lauginni.
Öðrum þjálfaranum var svo hent útí laug í öllum fötunum af stelpunum, en það verður ekki sagt hér hver það var , það er róleg stund hérna núna þar sem sumar eru að ganga um svæðið meðan sumar eru að horfa á leik Englands og Frakka.
Kvöldmatur er í nánd og skemmtilegt kvöld í vændum með þessum snillingum. Erum búin að setja nokkar myndir inn á facebook síðuna og erum að reyna að færa þær inn á bloggið en gengur hálf erfiðlega.
Kv
Stjáni með pirruðu röddina og Dúfa sem fer „óvart“ í skónum í sund. 

Dagur 1

Það tók tíma að vekja stelpurnar þennan fyrsta morgun á Albír, sumar sváfu lengur en aðrar og sumar sváfu ekki neitt . Flugurnar voru erfiðar viðureignar fyrir þær yngri með þær eldri börðust harðri baráttu við hvíta eðlu sem vantaði kodda til að kúra á. Eitt herbergið svaf til 11 og ekki hægt að vekja þær á neinn hátt eftir ítrekaðar tilraunir farastjóra, þá tóku þjálfarnir völdin og brutust inn til að vekja knoll og tott .
Eftir þennan skemmtilega morgun var haldið í góða göngu um svæðið og endað á baði í sjónum þar sem berbrjósta erlendar konur vöktu skelfingu flestra nema einnar sem tók upp á því að baða sig í nærfötum einum við lítinn fögnuð þjálfara og farastjóra.
Stelpurnar eru ekki mikið hrifnar af matnum og hafa franskarnar vakið lukku og mikla kátínu. Nammið sem komið var með að heiman hefur bjargað mörgum svöngum gikkjum. Leikurinn hjá 3 flokki fór vel fram og stóðu þær sig með miklum sóma á meðan 4 flokkur tók æfingu. Í þessum 37 stiga hita er mjög erfitt að æfa, en stóðu þær sig með sóma. Aldrei getur veðurguðinn gert þessum elskum til geðs því sífellt er kvartað undan hita eða kulda.
Dagurinn endaði vel þar sem þær eru gjörsamlega búnar á því andlega og líkamlega og stefnan hjá þeim er snemma í háttinn þar sem erfiður dagur er framundan. Viljum við hrósa stelpunum ykkar fyrir að halda hópinn og þær eru sko að njóta þess að vera til hérna á Albír Spáni.
Kv
Dúfa og Stjáni

Æfingatímarnir i sumar

Æfingatímarnir okkar í sumar eru 1615 - 1745  Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Við byrjum allar æfingar á skokki í 15 min.

Þær sem eru ekki að fara til Spánar eiga að mæta á æfingu með meistaraflokk á meðan. Æfingarnar þeirra eru : mánudagur kl 18, miðvikudagur kl 18, föstudagur kl 18.

Þeir byrja um leið og við komum heim frá Spáni  mánudaginn 18.júni

kv Dúfa


Leikur á fimmtudag

Það er leikur á fimmtudaginn kl 20:00 á Fjölnisvellinum.Mæting kl 19:00 á Fjölnisvöllinn

 

kv Dúfa

 


sunnudagur

Það er frí á æfingu á morgun sunnudag, vegna óviðráðanlegra orsaka :(

kv Dúfa


Afrekslína Hauka

Afrekslína Hauka
Hauka bjóða upp á metnaðarfullt afreksstarf sem samanstendur af Afreksskóla Hauka, fyrir 9. og 10. bekkinga, og svo Afrekssviði Hauka fyrir framhaldsskólanema úr Flensborg. Í ár ætlum við að hafa þann háttinn á að opna fyrir umsóknir þannig að allir geta sótt um að fá að taka þátt í þessu afreksstarfi. Fyrri umsóknarfrestur rennur út 1. júní en ef ástæða verður til þá verður opnað aftur fyrir umsóknir 1.-10. ágúst.

Kynnið ykkur vel allar upplýsingar sem eru að finna á skráningarsíðunni:
https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dEsycHVaaG82YjlGay1CWTZYZy1OaEE6MQ#gid=0 


F.h. Afrekslínu Hauka
Kristján Ómar Björnsson

þriðjudagur, miðvikudag og leikur fimmtudag

Æfingar þriðjudag og miðvikudag eru eins og alltaf kl 17:00 og svo er leikur á fimmtudag kl  18:00 á Ásvöllum mæting í vallarhús kl 17:00

 

kv Dúfa og Stjáni


Hvítasunnudagur

Það er frí í dag hvítasunnudag.

kv Dúfa


leikur á föstudag

leikur á föstudag kl 17:00 mæting kl 16:00 staðfesta mætingu hérna inni. leikurinn er á Ásvöllum við Selfoss

kv Dúfa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband