Dósasöfnun um næstu helgi

Kæru foreldrar/forráðamenn

Flösku- og dósasöfnun verður um næstu helgi, að líkindum bæði laugardag og sunnnudag, og er verkefnið liður í fjáröflun vegna utanlandsferðar.

Við biðjum ykkur um að taka frá helgina og vera klár í verkefnið.

Nánar um fjáröflunina síðar hér blogginu.

Kveðja, foreldrastjórn.


Skráning og greiðsla æfingagjalda - muna að prenta út og skila skoðanakönnun í færslunni hér fyrir neðan :)

Skráningar og greiðsla æfingagjalda eru nú í fullum gangi og eru forráðamenn minntir á að nýta sér niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá fulla niðurgreiðslu. Eins og er, er enn opið fyrir niðurgreiðsluna í september og því um að gera fyrir þá sem enn eiga eftir að ganga frá skráningu og æfingagjöldum, að ganga frá því strax. Um mánaðarmótin sept/okt dettur niðurgreiðsla fyrir september út. Eftir það, gildir niðurgreiðslan frá þeim degi sem er skráð.

Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is 


Glærur og annað efni af fundinum í gær og næsta æfing

Komið þið sæl og takk fyrir fundinn í gær.  

Hér í viðhengi eru glærur af fundinum (þar eru m.a. upplýsingar um ferðir á vegum ÍT ferða og Vita) og einnig skoðanakönnun vegna fyrirhugaðrar utanlandsferðar. Þeir sem ekki voru á fundinum eru beðnir um að prenta hana út og skila útfylltri á mánudaginn (30.9.).

Næsta æfing hjá 3.flokki er með 2.flokki á FIMMTUDAGINN KL. 19:30 (ekki æfing á miðvikudag). 

Kær kveðja,

Helga og André


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikurinn á sunnudag frestast

Það ætlar ekki að ganga að spila þessa leiki :-( Þróttur nær ekki í lið fyrir leikinn og því fellur leikurinn niður, við sjáumst bara í staðinn á æfingu á mánudag. En það er pottþétt leikur á miðvikudag með 2.flokki. Nánar auglýst síðar.

Leikur hjá 2.flokki á sunnudaginn kl.18.00 í Egilshöll, mæting kl.17.00

Sælar stelpur, það er leikur hjá 2.flokki á sunnudag og það mun pottþétt vanta í hópinn, svo að mig vantar að þið skráið ykkur hér á bloggið hvort þið komist eða ekki. Þetta er aðalupplýsingastreymið okkar eins og er og það er nauðsynlegt að þið kikið hérna á bloggið daglega. Endilega látið orðið berast til hinna í flokknum um að skrá sig hér fyrir leikinn. Og ef þið vitið um einhvern markmann á lausu fyrir leikinn þá væri það vel þegið :-)

æfingin í dag miðvikudag kl.18.00

Æfingin í dag verður kl.18.00, komið samt með bæði úti og inniföt gætum þurft að færa okkur inn og þá verður tekið þrek. Ef þið eruð eitthvað tæpar með veikindi verðið þá heima og náið ykkur, við eigum leik á sunnudaginn.

Kveðja Kristján Arnar


Æfingin mánudag 19.11

Jæja þá er það æfingin í dag, mánudag. Það verður mjög líklega mfl. leikur hjá stelpunum í dag kl.18.00 en við látum ekki það hafa áhrif á okkur, Það verður bara massív hlaupaæfing í staðinn, svo komið með hlaupaskó og fótboltaskó með ykku á æfingu. Æfingin byrjar kl.18.00

landsleikur

Ef þið viljið miða á landsleikinn fyrir mömmu eða pabba ykkar. Þá getið þið náð ykkur í miða inni á Ásvöllum eftir kl 1630 í dag.

Meðan birðir endast :)

kv Dúfa


frá íþróttastjóra

ÆFINGAGJÖLD – ÍTREKUN (fyrirsögn)

Kæru forráðamenn

Þeir sem ekki hafa greitt æfingagjöld barna sinna fyrir 1.nóv. fá ekki að keppa fyrir hönd félagsins.

Sjá leiðbeiningar á haukar.is.

 

Með bestu kveðju, íþróttastjóri


leikur á morgun föstudag

Það er æfingaleikur við þrótt inni í Egilshöll á morgun föstudag kl 20:00 , mæting kl 19:00 , allar að mæta sem geta.

 kv Dúfa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband