Salan í gær, þriðjud.
27.11.2013 | 08:54
HÆ hæ
Salan í gær voru 86 miðar. 43.000.- kr.
Við höldum áfram með hverfin í kvöld. Þið sem hafið verið að skipta þið haldið utan um hvort að þið séuð búnar að ganga tvisvar.
Erum að bíða eftir svörum með hvar við megum standa til að selja. Ef að það gengur erfiðlega þá höldum við áfram að fara í hverfin. Þannig að fylgist vel með á blogginu og facebook (3.fl.).
Þið sem hafið verið veikar/annað og hafið ekki komist á þeim dögum sem þið voruð settar á mætið í kvöld. Það er ekkert mál að finna hóp fyrir ykkur.
kv. nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sala mánud. 25.11.2013
25.11.2013 | 22:49
HÆ hæ
Sala kvöldsins voru 88 miðar eða 44.000.- kr.
-------------------------------------------------------------------
Enn eiga einhverjar eftir að fá umslög með miðum til einkasölu. Lizy verður á Ásvöllum annað kvöld fyrir hópana sem þá fara út að labba.
-----------------------------------
Á morgun verða það ásar, hvammar og kinnar.
-------------------------------------------
Kv. nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næsta vika
25.11.2013 | 09:40
Hæ hæ
Sala helgarinnar voru 231 miði.
Annað kvöld á Ásvöllum kl. 21:15 ( ef það hentar ekki er hægt að ná í þá á Fléttuvöllum 15) ætlum við að afhenda umslög handa hverri stúlku. Í þessum umslögum verða 30 miðar sem hver stúlka má selja vinum og vandamönnum. Ef einhverjir miðar verða eftir á sunndudaginn nk. þá er þeim skilað ásamt afrifum af seldum miðum. Ef að einhverjar telja sig geta selt fleiri miða þá er sjálfsagt að fá þá en þeir fara þá í hópsölupottinn. Þessa miða má ekki selja í heimahús í Hafnarfirði þ.e.a.s. þau hverfi sem við erum að labba í.
Við erum búin að skipta stelpunum í 6 holl. Þetta eru blandaðir hópar þar sem að yngri stelpurnar eru öruggari að labba með þeim eldri.
Við gerum okkur grein fyrir því að tímasetningar henta ekki öllum en að ætla að raða þeim niður blandað og passa að hinar og þessar æfingar skarist ekki á við söluna er ógerningur. Þannig að ef að tímar passa ekki þá skipta þær innbyrðis, sleppa æfingu eða fara fyrr (búið að tala við þjálfara og er að sjálfsögðu skilningur á því).
Afhending á posum og hverfum fer fram á Ásvöllum mánud.,þriðjud. og miðvikud. kl.18:45 og skil á posum ca 21:15 á Ásvöllum. Sala á því að standa yfir í 2 tíma, 19-21.
Hóparnir eru eftirfarandi:
1) Dagrún, Rakel, Jóhanna og Silja
2) Gunnhildur,Anna D., Elísa og Sæunn
3) Andrea, Katrín, Árdís og Wiktoría
4) Sunna,Alexandra L. , Hólmfríður og Alexandra J.
5) Alda, Áslaug, Nadía og Rebekka
6) Thelma, Ásthildur og Helga R.
Hópar 1, 2, 3 og 4 fara á mánud. Einn posi á holl og þær taka hverja götu saman, tvær og tvær sitthvorum megin. ( Vellir hópar 1 og 2, Ásahv. hópar 3 og 4)
Hópar 5, 6, 1, og 2 fara á þriðjud. (sett inn í dag v. tæknibilunnar)
Hópar 3, 4, 5 og 6 fara á miðvikud.
Þá hafa allir hópar farið tvisvar. Þær fá einn punkt fyrir hvert skipti sem þær mæta í sölu.
Á miðvikudagskvöld setjum við inn plan fyrir fimmtud. og helgina. Gerum ráð fyrir að standa á Ásvöllum, Bónus, Samkaup og Krónunni. Ætlum að ath aftur með Fjarðarkaup en við fengum neitun fyrir helgi.
Nú er bara að leggjast á eitt og klára þetta dæmi með Hauka- jákvæðni og samvinnu bæði foreldrar og stelpur.
Kv. Lizy, Haukur, Jói og Kristín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Happadrætti , fjáröflun !!!!!
22.11.2013 | 22:57
HÆ stelpur
Vitum að þetta er stuttur fyrirvari en vonandi gengur þetta upp hjá okkur.
- Afhending á posum fer fram á Ásvöllum á morgun 11:45 fyrir þær sem byrja 12 en 12:30 fyrir þær sem byrja kl. 13. Í lok dags óskum við eftir að þið komið posunum annað hvort á Fléttuvelli 15 (8404005) Kristín eða Þrastarás 41 (8473799) Lizy. Hringið bara á undan ykkur.
- Verið merktar Haukum
- Vinningsskrá er sýnd en ekki afhent nema beðið sé um.
- Segja vel frá verði og frábærum vinningum.
- Muna að rífa flipa af og setja í box MIKILVÆGT
- Æskilegt er að foreldrar séu við skipti, sérstaklega f. þær sem ekki eru alveg klárar á posum.
- Ef að þessir tímar hér að neðan henta ekki þá verðið þið að reyna að skipta innbyrðis og leysa málið.
- Verið duglegar að fylgjast með blogginu næstu daga. Gerum ráð f. að labba hverfin í næstu viku og vera líka með sölu næstu helgi.
- Þið fáið svo einnig afhent umslög með miðum til að selja vinum og vandamönnum.
Bónus Ásvöllum laugard.
12-14 Rebekka og Árdís
14-16 Alda og Jóhanna
16-18 Helga Rún og Rakel
Ásvellir laugard.
13-15 Silja , Sæunn, Ásthildur og Anna D.
15-17 Alexandra L. , Wiktoría og Elísa
Fjörður laugard.
12-14 Thelma ,Gunnhildur og Nadía.
Bónus Völlum sunnud.
12-14 AJ og Katrín
14-16 Dagrún og Andrea
16-18 Áslaug og Sunna
- STAÐFESTIÐ mætingu og ef að þið komist ekki endilega reynið þá að skipta innbyrðis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leik frestad
16.11.2013 | 19:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utanlandsferð - skráning til hádegis á mánudag
15.11.2013 | 10:52
Sælir ágætu foreldrar/forráðamenn!
Á foreldrafundi í gærkvöldi var tekin ákvörðun um utanlandsferð 3. og 4. flokks næsta sumar. Ákvörðunin var tekin í framhaldi að skoðanakönnun sem gaf sterka vísbendingu um að forráðamenn vildu helst stefna á mót á Norðurlöndunum. Ákveðið var á fundinum að flokkarnir tæku þátt í Vilbjerg Cup 2014 sem er á Jótlandi í Danmörku og verður ferðin farin frá 28.7.-4.8. Sjá nánar hér: http://www.vildbjerg-cup.com/vildbjerg_cup_en.html.
Mótið sjálft er hins vegar fjórir dagar og því gefast tveir dagar fyrir mótið til æfinga, undirbúnings og hópeflis.
Akveðið var að ferðin yrði farin með Úrvali Útsýn sem umfram aðra bjóða upp á góða Hostel gistingu fyrir stelpurnar á besta stað á mótssvæðinu í Sport og Kulturcenter. Sjá nánar hér: http://www.agoda.com/vildbjerg-sports-hotel-and-kulturcenter/hotel/vildbjerg-dk.html
Vildbjerg Cup: Allt á einum stað, við Vildbjerg Sportcentre sem er einhver flottasta íþróttamiðstöð á Norðurlöndum. Frábærir vellir og mjög góður matur. Vildbjerg er lítill bær, í um 60 mín. akstursfjarlægð frá Billund. Næsti sæmilega stóri bær er Herning í um 20 km fjarlægð. Mikið er um að vera á meðan á móti stendur, enda um 700 lið og ýmis konar afþreying á staðnum. Mótið er 4 dagar, frá fimmtudegi til sunnudags.
Kostnaður: Uppgefinn kostnaður frá ÚÚ er kr. 137.700. sem inniheldur ferðir, gistingu og fæði - (sjá nánar viðhengi og pdf kynningu bls. 12).
Ætla foreldrar að fjölmenna? Á fundinum kom fram vilji foreldra um það að mæta á mótið og styðja stelpurnar en engar ákvarðanir voru teknar um það en hér má sjá slóð sem vert er að skoða varðandi gistingu: http://www.vildbjerg-cup.com/hotels_hostels.html
Nú þarf að ganga frá bókun og skráningu:
Á foreldrafundinum staðfestu eftirfarandi foreldrar þátttöku síns barns í ferðinni, skráningarfrestur er til hádegis á mánudag því bókun þarf að staðfesta við ferðaskrifstofu á mánudag. Sé nafn þíns barns ekki listanum hér fyrir neðan þá vinsamlegast staðfestu þátttöku með því að senda inn staðfestingu foreldris/forráðmanns og nafn barns til Helgu þjálfara með því að svara þessum pósti.
Bestu kveðjur,
foreldraráð og þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikur á sunnudag
12.11.2013 | 14:34
Stelpur leikur í Faxa við ÍA sem átti að vera á laugardag verður á sunnudag (líklega kl. 11 en liggur ekki alveg ljóst fyrir). Ástæðan er sú að 2. fl. og 4.fl. eiga leiki á laugardag og eins og þið vitið þá þurfum við að nota leikmenn á milli flokka. Láta vita strax ef þið komist ekki.
Það verður ekki æfing á föstudag út af landsleiknum en við erum að reyna að fá æfingu á fimmtudagskvöld í staðinn (nánar þegar það liggur fyrir).
Munið svo foreldrafund á fimmtudag og skrá sig í andlitsmálun ef þið komist á föstudag.
Kveðja,
þjálfarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrafundur á fimmtudag og andlitsmálun
11.11.2013 | 20:01
Foreldrafundur á fimmtudag kl 20. Vid eigum svo ad taka andlitsmalun a leiknum a fostudag. Mating 18, skraning her i sidasta lagi a midvikudag.
KV HH og AA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
skokk og pottur a sunnudag
8.11.2013 | 20:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Línuverðir og dósasöfnun um helgina
31.10.2013 | 08:50
Vantar línuverði á laugardaginn hjá 4.flokki. A lið spilar kl. 14:30 og B lið kl. 16:00. Nadía og Sunna ætla að taka A leikinn. Hverjar taka B leikinn?
Svo eru hér skilaboð frá foreldraráðinu :)
Sælir foreldrar/forráðamenn.
3. og 4. flokkur munu skella sér í dósa/flöskusöfnun n.k. sunnudag 3. nóvember, verkefnið er hluti af fjáröflun vegna utanlandsferðar. Höfum við fengið lánaðann bílskúrinn að Þrastarási 41, heima hjá Katrínu Hönnu til þess að telja dósirnar.
Mikilvægt er að með hverri stelpu sem tekur þátt komi eitt foreldri/forráðamaður.
Reglur vegna dósa/flöskusöfnunar:
1. Ágóða verður skift þannig að hver stúlka sem mætir fær 1 hluta.
2. Foreldri/forráðamaður sem mætir 1 hluti.
3. Útvegar bíl í keyrslu þá er 1 hluti.
Samkvæmt þessu getur ein stúlka fengið allt að 3 hluta í ágóða af dósasöfnun.
Mikilvægt:
1. Mæting stundvíslega á Ásvelli kl. 16 á næsta sunnudag - hverfum skift niður á þátttakendur.
2. Verkefnið stendur milli kl. 16 og 20 (söfnum, flokkum og skilum).
3. Þátttakendur þurfa að taka með sér rúllu af svörtum plastpokum/ruslapokum og einnota hlífðarhanska... og svo góða skapið J
4. Mikilvægt er að tilkynna þátttöku í athugasemdum.
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Bestu kveðjur, foreldraráð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)