Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Línuverðir og dósasöfnun um helgina

Vantar línuverði á laugardaginn hjá 4.flokki. A lið spilar kl. 14:30 og B lið kl. 16:00. Nadía og Sunna ætla að taka A leikinn. Hverjar taka B leikinn?

Svo eru hér skilaboð frá foreldraráðinu :)  

Sælir foreldrar/forráðamenn.

3. og 4. flokkur munu skella sér í dósa/flöskusöfnun n.k.  sunnudag 3. nóvember, verkefnið er hluti af fjáröflun vegna utanlandsferðar. Höfum við fengið lánaðann bílskúrinn að Þrastarási 41, heima hjá Katrínu Hönnu til þess að telja dósirnar. 

Mikilvægt er að með hverri stelpu sem tekur þátt komi eitt foreldri/forráðamaður.

Reglur vegna dósa/flöskusöfnunar:

1. Ágóða verður skift þannig að hver stúlka sem mætir fær 1 hluta.

2. Foreldri/forráðamaður sem mætir 1 hluti.

3. Útvegar bíl í keyrslu þá er 1 hluti.

 

Samkvæmt þessu getur ein stúlka fengið allt að 3 hluta í ágóða af dósasöfnun.

 

Mikilvægt:

1.       Mæting stundvíslega á Ásvelli kl. 16 á næsta sunnudag - hverfum skift niður  á þátttakendur.

2.       Verkefnið stendur milli kl. 16 og 20 (söfnum, flokkum og skilum).

3.       Þátttakendur þurfa að taka með sér rúllu af svörtum plastpokum/ruslapokum og einnota hlífðarhanska... og svo góða skapið J

4.      Mikilvægt er að tilkynna þátttöku í athugasemdum.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Bestu kveðjur,  foreldraráð.


Dósasöfnun um næstu helgi

Kæru foreldrar/forráðamenn

Flösku- og dósasöfnun verður um næstu helgi, að líkindum bæði laugardag og sunnnudag, og er verkefnið liður í fjáröflun vegna utanlandsferðar.

Við biðjum ykkur um að taka frá helgina og vera klár í verkefnið.

Nánar um fjáröflunina síðar hér blogginu.

Kveðja, foreldrastjórn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband