Dagur 3-4
13.6.2012 | 20:01
Gærdagurinn var vel heppnaður, þar sem æft var tvisvar og seinni æfingin á standblakvellinum hérna á hótelinu og heppnaðist vel eins og sést á myndum. Farið var svo með allan hópinn á ströndina þar sem stelpurnar skemmstu sér vel á vindsængum og sumar leigu sér hjólabát fyrir vasapeninginn. Farið var aftur upp á hótel í kvöldmat þar sem við sáttum á langborði og allar fegnum að vera í skvísufötum. Farið var svo aftur niður í bæ til að kíkja á kvöldstemminguna sem var nú ekki mikil þetta kvöld. Allur hópurinn fékk svo ís fyrir góða hegðun og voru þær himinlifandi þegar við komum til baka. Þegar komið var á hótelið var snákasýning og sumar fengu að halda á snák. Þær fengu að vaka lengur í gærkveldi og frí í morgun á æfingu. í dag var farið til benidorm í mall-ið og versluðu þær mismikð. Þær hlupu hraðar um mall-ið en þær hafa gert á æfingum :). Þessi Benidorm ferð endaði svo á McDonalds þar sem sumar settu niðu ekki fleiri né færri en 6 ostborgarar og undirritaður átti ekki orð og gat ekki annað en hleygið, komið var heim upp á hótel um 19 og kvöldmatur var núna um 21:00. Frjálst er hjá þeim til 23:00. Morgunæfingin á morgun mun verða með skrautlegra móti þar sem við þjálfararnir settum æfinguna í hendur farastjóra og gáfum þeim lista að leikmönnum sem þær munu svo stjóra í litlu móti sem við settum upp. Myndir af því koma inn á morgun
kv
Dúfa og Stjáni
kv
Dúfa og Stjáni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.