Dagur 2
11.6.2012 | 17:34
Loksins fundu nokkrar mat við hæfi í morgunmatnum og átu á sig gat. Það mikið að sumar gerðu sér ekki grein fyrir því að það var æfing eftir 50 mín ï og æfingin var erfið fyrir þær. Stóðu þær sig með sóma í 35° hita í 90 mínútur. Það voru reyndar ekki allar hress á æfingunni þar sem mikill vökvaskortur var á sumum sem ákváðu að að hætta að drekka vatn þar sem það er svo vont. Sundlaugin var vel notuð eftir æfingu. Ein reglan hérna úti er að herbergin þurfa að vera hrein fyrir kl 13:00 og voru AÐEINS 2 herbergi sem fengu falleinkunn og þurfti þær að gjöra svo vel að fara að taka til. Stelpurnar hafa verið duglegar í lauginni og flestar eru mjög duglegar að bera á sig, en sumar mega gera betur í þeim málum og erum við ásamt fararstjórum að taka á þeim málum þar sem fallega rauð epli eru komin á stjá. Þegar leggja þarf áherslu á eitthvað hækkar Kristján aðeins róminn og hafa þær gert sér grein fyrir því að það gengur ekki að hafa slökkt á perunni þegar það þarf að vera kveikt. ï
Seinni æfingin í dag var í ca 60 mínútur og gekk alveg frábærlega og skemmtu þær sér vel í leikjum og tækni, og rúsínan í pylsuendanum var þegar þær fengu að fara í sláarkeppni við þjálfarana upp á ís, þar hafði 4 flokkurinn sigur og eru þjálfararnir nokkrum evrum fátækari eftir þessa æfingu, en þær fóru glaðar heim upp á hótel til að synda í lauginni.
Öðrum þjálfaranum var svo hent útí laug í öllum fötunum af stelpunum, en það verður ekki sagt hér hver það var ï, það er róleg stund hérna núna þar sem sumar eru að ganga um svæðið meðan sumar eru að horfa á leik Englands og Frakka.
Kvöldmatur er í nánd og skemmtilegt kvöld í vændum með þessum snillingum. Erum búin að setja nokkar myndir inn á facebook síðuna og erum að reyna að færa þær inn á bloggið en gengur hálf erfiðlega.
Kv
Stjáni með pirruðu röddina og Dúfa sem fer âóvartâ í skónum í sund. ï
Seinni æfingin í dag var í ca 60 mínútur og gekk alveg frábærlega og skemmtu þær sér vel í leikjum og tækni, og rúsínan í pylsuendanum var þegar þær fengu að fara í sláarkeppni við þjálfarana upp á ís, þar hafði 4 flokkurinn sigur og eru þjálfararnir nokkrum evrum fátækari eftir þessa æfingu, en þær fóru glaðar heim upp á hótel til að synda í lauginni.
Öðrum þjálfaranum var svo hent útí laug í öllum fötunum af stelpunum, en það verður ekki sagt hér hver það var ï, það er róleg stund hérna núna þar sem sumar eru að ganga um svæðið meðan sumar eru að horfa á leik Englands og Frakka.
Kvöldmatur er í nánd og skemmtilegt kvöld í vændum með þessum snillingum. Erum búin að setja nokkar myndir inn á facebook síðuna og erum að reyna að færa þær inn á bloggið en gengur hálf erfiðlega.
Kv
Stjáni með pirruðu röddina og Dúfa sem fer âóvartâ í skónum í sund. ï
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.