Fundur ef foreldara ykkar hafa áhuga.
28.3.2012 | 14:09
Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu. Þetta málefni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og meðal annars var Sigurður Ragnar í viðtali á Bylgjunni nýverið vegna þessa. Viðtalið má nálgast hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10282
Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.
Þessi áttundi fræðslufundur verður haldinn föstudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.