Hvernig hljómar leikur á miðvikudag?
24.2.2012 | 13:38
hvernig lýst ykkur á að hafa leikinn við Selfoss á miðvikudaginn kl 20 á Selfossi .
kv Dúfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bikarúrslit á Laugardag
24.2.2012 | 13:37
Nú nálgast stóra stundin óðum hjá Haukafjölskyldunni, á laugardag kl.16:00 leikum við í bikarúrslitaleik karla í handbolta gegn Fram í Laugardalshöllinni.
Á heimili okkar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum verður mikið um dýrðir og hefst dagskráin kl.12:00 í hádeginu á leikdag. Boðið verður upp á leiki og sprell fyrir krakkana ásamt andlitsmálun. Haukabolir í barna- og fullorðinsstærðum verða seldir á 500 kr. og síðast en ekki sýst verður forsala aðgöngumiða á leikinn. Miðinn fyrir 13 ára og eldri kostar 1500 kr. en frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Að dagskrá lokinni um kl.14:30 býður Hafnarfjarðarbær stuðningsmönnum Hauka upp á fríar rútuferðir á leikinn og til baka á Ásvelli eftir leik!
Mætum öll og eigum saman gleðilegan dag og styðjum strákana okkar til sigurs!
Kveðja, Jónsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)